sunnudagur, 4. maí 2014

Myndmennt - kennsluáætlun - áhrif myndverks - íslenskir listamenn

Kennsluáætlun í myndmennt.
Nemendur vinna að þessum markmiðum:

Þ   Geti lýst munnlega og skriflega áhrifum í myndverki með tilvísun í verkið. Dæmi: Hvernig virkar myndin á mig? Höfðar verkið til mín? Ef ekki, af hverju ekki? Hvað ef allir litir, sem eru bláir í verkinu, væru rauðir?o.s.frv.

Þ   Geti lýst munnlega og skriflega merkingu verks að hans mati, t.d. ást, fegurð, hræðslu, hatri, æsingi, kulda, einmanaleika, gleði o.s.frv.

Þ   Þekki einn til tvo íslenska listamenn, ævi, sögu og verk hans eða þeirra

Þ   Þekki hugtökin jákvætt og neikvætt rými og beiti þeim í myndgerð, s.s. þrykki og mótun

Þ   Vinni með rýmistilfinningu í myndgerð; áhersla skal lögð á litafræði, einkum andstæða liti, ljós og skugga, heita og kalda liti

  1. Kynning
    Sýna myndverk eftir íslenska listamenn. Ræða um hvaða áhrif verkið hefur á okkur. Ólafur Elíasson. Myndir á olafureliasson.de
    Sveinbjörg Hallgrímsdóttir. Myndir á Sveinbjorg.is svartfugl.is
    Nína Tryggvadóttir. Myndir á http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/463 og á http://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/hofundur/387Jón Stefánsson. Myndir á http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/264Þórarinn B. Þorláksson. Myndir á http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/173
  2. Spurningar:
Þ    Hvernig virkar myndin á mig?
Þ    Höfðar verkið til mín?
Þ    Ef ekki, af hverju ekki?
Þ    Hvað ef allir litir, sem eru bláir í verkinu, væru rauðir?
Þ    Fleiri spurningar??



Taka 3-4 tölvur með. Vinna sem hópur. Skrifa niður upplýsingar um Ólaf Elíasson. Finna upplýsingar á netinu. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli