Kötturinn með tvö
andlit.
Frank og Louie er óvenjulegur köttur því hann er með tvö
andlit. Hann náði nýlega 12 ára aldri, en eftir því sem best er vitað hefur
enginn köttur með þennan galla náð jafn háum aldri.
Frank og Louie er frá Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann
hefur tvo munna, tvö nef og þrjú augu. Augað í miðjunni er blint. Þegar
kötturinn borðar borðar hann alltaf með munni Franks.
Segja má að þessi köttur hafi níu líf því óvenjulegt er að
köttur sem fæðist svona gerður lifi. Frank og Louie hefur hins vegar lifað góð
lífi í tólf ár.
Eigandi hans segir að hann líkist hundi í háttum. Hann fari
stundum út að ganga með hann í bandi og kettinum þyki mjög gaman að vera í bíl.
Frétt fengin af : http://www.mbl.is/frettir/taekni/2011/09/28/kottur_med_tvo_andlit/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli