sunnudagur, 4. maí 2014

Byrjendalæsi - Kennsluáætlun - Yakov og þjófarnir sjö eftir Madonnu.

Yakov og þjófarnir sjö
Eftir Madonnu

Kennsluáætlun 2. bekkur
Unnið með málsgreinar.

Elín Berglind Skúladóttir – Grenivíkurskóli vor 2013.



 Markmið
- Þjálfa lestur og lesskilning
- Efla orðaforða
- Vinna með málsgreinar. Stóran staf í upphafi málsgreinar og punktur í enda.
 - Skoða persónur í sögunni.
- Búa til gefa og taka spil.
- Kynnast og vinna með hugtakakort.
- Æfa skrift – smærri stafi.

Námsmat
- Sjálfsmat nemenda í verkefna- og úrklippubók og mat kennara á vinnu nemenda.

  
  
Hlustun
-          Saga lesin tvisvar sinnum í seinna skiptið umræður um orð sem nemendur gætu átt erfitt með að skilja.
-          Umræður um persónur í sögunni.
Lestur og lesskilningur
-          Unnið með lykilorð, nemendur vinna saman á töflu.
-          Lestur texta og svarað spurningum.
-          Lesa og skima málsgreinar úr bókinni.
-          Spilað gefa og taka spil  - lesa málsgreinar sem nemendur eru búnir að skrifa.
-          Lesa úr hugtakakorti fyrir sessunaut sinn.
Ritun og skrift
-          Nemendur útbúa gefa og taka spil, æfa sig í að skrifa smærri stafi, skrifa málsgreinar úr sögu.
-          Nemendur semja útdrátt úr sögu (samvinnuverkefni allra nemenda).
-          Nemendur gera hugtakakort út frá persónum í sögunni, lesa úr kortinu fyrir sessunaut.
Tal
-          Útdráttur úr sögu.
-          Unnið með lykilorð, nemendur vinna saman á töflu.
-          Umræður um orð í sögunni í seinni lestri.
-          Búa til hugtakakort, umræður um persónur á töflu – allir taka þátt.
-          Lesa úr hugtakakorti fyrir sessunaut sinn.

Lota 1
Kennari les sögu fyrir nemendur í fyrsta sinn í heild sinni.
Lota 2
Kennari les sögu aftur fyrir nemendur og umræður um orð og orðatiltæki sem nemendur gætu átt erfitt með að skilja.
Orð og orðatiltæki sem gott er að ræða:
Töfrafullum
Kristalstærum
Tignarlegum
Snævi þöktum
Gnæfðu
Fjarska
Rúmstokk
Máttfarinn
Afborið
Óumræðilega
Útjaðri
Mynt – seðlar
Friða
Lúnar
Frávita
Hryggir
Skuldbundinn
Öldungur
Sérgrein
Hrífutindur
Uppspuni
Yfirnáttúrulegt
Sólarupprás
nafnbót

Leita lækningar
Taka málin í sínar hendur
Án árangurs
Bíða á milli vonar og ótta
Illa haldinn af áhyggjum
Að friða einhvern
Frávita af harmi
Mátt ekki vamm þitt vita



Lota 3
Unnið með lykilorðið Skósmiður. Nemendur skrifa í verkefna- og úrklippubók lykilorðið og hversu mörg ný orð nemendur náðu úr orðinu.
Lota 4
Umræður og útdráttur úr sögu. Rætt hvað gerðist í sögunni og saman gera nemendur útdrátt úr sögunni. Kennari skrifar á töflu svo nemendur geti fylgst með söguþræði.  Útdráttur settur í tölvu og prentað út, límt í verkefna- og úrklippubók.
Lota 5 - 7
Stöðvavinna. Nemendur vinna í stöðvum og klára verkefni. Flytja sig sjálfir á milli. Útskýrt í upphafi kennslustundar fyrirkomulag og vinnuaðferðið á hverri stöð.
Stöð 1: Skrifa heiti á sögubók, höfundi og setja markmið inn í verkefna- og úrklippubók.
Stöð 2: Lesa stuttar efnisgreinar úr sögu og svara spurningum. (Útbúið lítið hefti með texta og spurningum, límt í verkefna- og úrklippubók.)
Stöð 3: Búa til gefa og taka spil með málsgreinum, teikna mynd með hverri málsgrein. (Útbúið umslag í verkefna- og úrklippubók til að geyma spilið).
Stöð 4: Spila gefa og taka spil, þegar það er tilbúið.
Lota 8
Umræður um persónur í sögunni. Búið til hugtakakort á töflu til útskýringar á hugtakakortum. Farið yfir persónueinkenni hvers og eins og hvaða hlutverk þeir gegna í sögunni. 
Lota 9
Nemendur vinna sitt hugtakakort á blað, klippa út og setja í verkefna- og úrklippubók.
Lota 10
Nemendur lesa fyrir hvorn annan úr hugtakakortum sínum (sessunautar lesa fyrir hvorn annan). Útbúa sjálfsmat, hvað gekk vel og hvað gekk illa. (sjálfsmat límt í verkefna- og úrklippubók).




Verkefni fyrir nemendur


Lesa og svara spurningum

Einu sinni var skósmiður sem hét Yakov og bjó í pínulitlum bæ sem kúrði milli tveggja fjalla. Úr glugganum á verkstæðinu dáðist hann að fegurð náttúrunnar – töfrafullum skógunum, kristaltærum lækjunum og tignarlegum snævi þöktum fjallatindum sem gnæfðu í fjarska.


 Að hverju dáðist Yakov?


Litla bænum



Náttúrunni



Skónum sínum


Yakov átti lítinn son sem hét Mikhail og var svo veikur að hann komst ekki fram úr rúminu og svo máttvana að hann gat hvorki hreyft sig né talað. Yakov og Olga kona hans höfðu í heilt ár leitað honum lækningar en enginn hafði getað komst að því hvað gekk að drengnum. Yakov vissi að nú yrði hann að taka málin í sínar hendur.


Yakov átti son sem hét Mikhail en hvað hét móðir Mikhails?


Sandra




Olga



Yakova


Hann kraup við rúmstokk sonar síns, strauk svitann af enni hans og sagði huggandi: “Hafðu engar áhyggjur, sonur sæll. Sannaðu til allt fer á besta veg”.
Olga gat ekki afborið lengur að horfa á son sinn. “Hann er á förum úr þessum heimi” sagði hún óumræðilega dapurri röddu. “Ég sé það í augum hans”. Yakov vissi að hún sagði satt en vildi samt ekki gefast upp.


 Foreldrar Mikhails höfðu miklar áhyggjur af honum. Þau voru hrædd um að...


honum væri að batna



hann væri að deyja



að hann væri dapur




Þú verður að leita ráða hjá gamla vitringnum sem býr alveg í útjaðri bæjarins.” Sagði Olga biðjandi. “Fólk segir að hann tali við engla og geti gert kraftaverk.”.


Hvað hélt fólk að gamli maðurinn gæti gert?


góða súpu



kraftaverk





útskýrt



Yakov safnaði saman öllum peningunum sem þau áttu og hélt af stað til gamla mannsins í útjaðri bæjarins. Þegar þangað var komið barði  Yakov að dyrum og lítill drengur, ekki miklu eldri en Mikhail kom til dyra sem sagðist heita Pavel.


 Hvað vildi Yakov gefa gamla manninum ef hann vildi hjálpa?


Kindur



Pening



Safnið


“Komdu inn fyrir, Yakov og smakkaðu á döðlunum mínu.” Sagði gamli maðurinn. Yakov til léttis var svipur gamla mannsins eins blíðlegur og röddin, hann tók ofan hatt sinn og gekk inn fyrir.


 Þegar Yakov sá gamla manninn sá hann að hann var...



að borða döðlur



góður maður



með hatt





Markmið fyrir nemendur til að klippa út og líma í verkefna- og úrklippubók.

Markmið
·        -  Vinna með málsgreinar
·         - Skoða persónur í sögunni
·         - Búa til spil
·         - Búa til hugtakakort



Engin ummæli:

Skrifa ummæli